Tuesday, March 29, 2011

Að leyfa sér allt eða næstu allt

Velkomin á Kassann!!
Ég á það til að leyfa mér að kaupa allt sem hugurinn grinist þegar ég er að kaupa í matinn. Ég er ekki að segja að það sé góð þróun en það er gott að maður getur leyft sé hluti. En Stundum þegar ég fer út í búð og veit að ég er í ruglinu (mun enda uppi með allt nammið í nammirekkanum) þá set ég reglu.
Reglan er einföld og þú getur hagað hana eftir þínu höfði. Mér finnst td ekkert betra en nýrifinn parmesan, ég nota hann mjög mikið í alla matgerð. En hann kostar sitt og mín regla er oft að í stað þess að kaupa upp lagerinn hjá Nóa Siríus í búðinni, þá kaupi ég mér parmesan og mozzarella í staðinn.
Þegar ég er komin með tilfinninguna um að ég sé komin með eitthvað gott í körfuna get ég labbað sultuslök framhjá nammirekkanum og hlakkað til þess að eiga parmesan inní ísskáp
mmmmmmm....


sjáumst á kassanum..

Tuesday, March 15, 2011

AÐ BRJÓTAST ÚR VIÐJUM VANANS

VELKOMIN Á KASSANN!!

Ertu orðin leið á að versla alltaf sömu körfuna. ER mataræðið þitt einsleitt og það sem þér þótti einusinni gott, er orðið frekað leiðingjarnt.

Hvernig væri að krydda að eins lífið með því að versla eitthvað óvænt.
ÞAð eru til alls kyns leiðir einsog og um að gera að nýta sér þau tilboð sem eru í gangi um þessar mundir
T.d. þá býður Hagkaup uppá danska daga núna um mundir. Þetta er kjörið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt.
Hverjum finnst ekki yndislegt að labba í kaupmannahöfn og skella sér á eina pulsu, nú er kjörið tækifæri. 



har det gott og vi ses 

sjáumst á kassanum

VELKOMIN!!!

Ég heiti Lísa ég hef mikin áhuga á matvörum. 

Ég hef á síðustu árum kynnt mér mikið af vörum og vörutegundum, fylgst vel með verðstríðum milli verslana, sem og gæðum vara sem við neytendur verslum hér á landi.
Mig langar að deila þeim fróðleik sem að ég rekst á með ykkur og vonandi finnst ykkur þetta jafn skemmtilegt og áhugavert og mér.
Nú ef þið viljið deila einhverju hérna með mér þá er ég svo sannarlega til í það en endilega hagið ykkur.


þetta verður bara gaman!