Tuesday, March 29, 2011

Að leyfa sér allt eða næstu allt

Velkomin á Kassann!!
Ég á það til að leyfa mér að kaupa allt sem hugurinn grinist þegar ég er að kaupa í matinn. Ég er ekki að segja að það sé góð þróun en það er gott að maður getur leyft sé hluti. En Stundum þegar ég fer út í búð og veit að ég er í ruglinu (mun enda uppi með allt nammið í nammirekkanum) þá set ég reglu.
Reglan er einföld og þú getur hagað hana eftir þínu höfði. Mér finnst td ekkert betra en nýrifinn parmesan, ég nota hann mjög mikið í alla matgerð. En hann kostar sitt og mín regla er oft að í stað þess að kaupa upp lagerinn hjá Nóa Siríus í búðinni, þá kaupi ég mér parmesan og mozzarella í staðinn.
Þegar ég er komin með tilfinninguna um að ég sé komin með eitthvað gott í körfuna get ég labbað sultuslök framhjá nammirekkanum og hlakkað til þess að eiga parmesan inní ísskáp
mmmmmmm....


sjáumst á kassanum..

No comments:

Post a Comment